Karfa

Loka

Sigga Soffía

 

Sigríður Soffía er kórstjóri, söngkona og móðir sem elskar að vatnslita. Hún útskrifaðist með BA gráðu í skapandi tónslistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og starfar m.a. sem kórstjóri við söngskólann Domus vox. Auk þess hefur Sigríður Soffía starfað sem fyrirsæta víðsvegar um heiminn.

„Upphafið af Blómkolli má rekja til námsáranna, en þá fann ég í auknum mæli fyrir kvíða og ótta gagnvart því að koma fram og sótti af kappi í að mála og teikna en það hefur alltaf verið mín leið til aukinnar slökunar og vellíðunar. Mandölurnar birtust ein af annari og ég fór að kynna mér táknheim þeirra og heillaðist. Síðar komst ég að því að fundist hefur fylgni er á milli þess að teikna eða mála mandölur og að yfirstíga kvíða og stress. Einmitt þess vegna fannst mér tilvalið að setja mandöluformið á silkimjúk sængurföt til að framkalla róandi andrúmsloft í svefnherberginu.“

Hello You!

Join our mailing list