Blómkollur
Blómkollur einsetur sér að bjóða upp á hágæða hönnunarvörur sem stuðla að aukinni slökun og bættri líðan.
Áherslan er lögð á vandaða og fallega hönnun þar sem listaverk Siggu Soffíu eru í forgrunni.
Fyrsta vara Blómkolls er rúmföt úr hágæða bómullarsatín fyrir ungabörn og fullorðna.
Orðið Blómkollur táknar hringlaga blómaskipan sem endurspeglar lögun listaverkanna á vörunum.